enn og aftur er laugardags"kvöld" og ég var að koma heim af skemmtistaða heilsu og megrunar göngutúri....
Afmælisdagurinn hófst á söng frá Andreu Gylfa og Sigtryggi bogomile font á Bar Bianco seint á fimmtudagskveldinu...of to a good start!
listmálarinn pabbi minn vakti mig svo um átta til að vera fyrstur í kapphlaupinu að óska mér velvildar og gæfu á nýju aldursári, ég bíð spennt eftir mynd frá honum í gjöf....
dagurinn leið frekar næs, ég fór snemma á fætur og drakk te á Prikinu og las blöðin, fór í vax og pannikkaði svo yfir átfitti kvöldsins og ekkert virtist ætla að ganga upp fyrr en ég og hönnuðurinn minn með meiru,konan, mölluðum upp þetta snilldar Carrie Bradshaw bling bling dauðans átfitt! jey!
ég fór í Jón og Óskar og lét laga táknræna hring vinstri handar þar sem að í vikunni fékk ég túlkun á að brotin hringur stæði fyrir brotna stelpu, sem ég er ekki, þannig að hringnum var breytt lítilega og pússaður.
ég eyddi mest öllum deginum heima að hlusta á tónlist,taka til við rómantískt kertaljós og taka við heillaóskum.
By the way.....það er slatti af fólki sem gleymdi mér.....fýlusvipur og ull á ykkur.........
**Partý ársins verður án efa að teljast ammmælið mitt í ár...hrein snilld, þið sem misstuð af því eruð mjög óheppin. Fyrstur á svæðið var Torfi bróðir en svo fóru fleirri strákar að láta sjá sig, vinkonur mínar voru flestar beyond fashionably late.... Haldiði ekki að það hafi bara hljómsveit mætt á svæðið, suprise gjöf,þar sem var bara tekið djammsession frameftir með mikilli gleði,dans og söng.. Helgi maðurinn hennar Elsu á trommum,Davíð ljón með meiru á hljómborði og ólöf úr Slowblow á fiðlu, geðveikt combó.... Það var mjög gaman, besta partí sem ég hef farið í, þó ég segi sjálf frá.
Andri hélt mjög fallegt toast fyrir mig og svo var skálað...touching and moving.... ég og elsa mölluðum jello skot fyrr um kvöldið og var ég nokkuð dugleg að skófla því upp í fólk við misgóðar undirtektir en heavy fyndnar grettur af klígju og viðbjóði.
af gjöfunum er það að frétta að ég held að ég hafi ALDREI fengið jafn flottar og persónulegar gjafir áður og ég á eftir að innheimta frá restinni af fjölskyldunni og einum vin eða svo. Mamma gaf mér mjög flottan prentara og skannara, eitthvað sem var númer °1 á listanum mínum í ár...mamma er líka alltaf svo góð.
svo er ég búin að fá ekkert smá fallega skartgripi,myndir,bók,lamba,rauðvín og dag í Laugum... vert að minnast á að www.dasfunkyt.blogspot.com gaf mér frumsamið lag á disk, mjög fallegt, pottþétt leið til að bræða stelpu, ef stemming er þannig. ég og arna urðum skotnar í honum í þann tíma sem lagið var...textinn er á ofangreindu bloggi, her shoulders....surefire hitter, bíðiði bara.
ég reyndar endaði afmælisdagin með vægan heilahristing hágrátandi og marin á bakinu eftir dauðahótanir vin hans fyrrverandi. ég verð að segja að það hafi bara nokkuð drepið niður stemminguna.já ég held það bara. en ekki fleiri orð um það, ég lifi.
ég er ekki frá því að hafa fundið 6 nýjar hrukkur og þá í kringum augnsvæðið, ég er að verða kona.. en hvenær verður stelpa að konu? ég var að ræða við hann Val hval hvað aðgreindu karlmenn frá strákum en við pældum ekkert í þessu öfugt... mér finnst samt kona svona yfir 25, en því meira sem ég spái í því þá er það svona um þrítugt, held ég.
kudos fyrir Hr.Gígju, góður kvennkostur, á lausu stelpur, sem tók öll glös og dósir úr stofunni og setti inn í eldhús...klárlega er karlmaður þar á ferð en ekki strákur....
á morgun er kaffiboð hjá ömmu, pönnsur og fínerí..og kannski nokkrir pakkar...einn eða tveir... spennó pennó!
íbúðin mín var eins og öskubakkinn hefði ælt á gólfið og rauðvínsbeljunni blætt út....marrr tók bara framm sexý gulu gúmmíhanskana og fór fersk í þynkunni að skúra og skrúbba, svakalega fínt..
hey allir að skoða fasteignablað Moggans á þriðjudaginn, yours truly verður þar, sneddý að vanda!
tími fyrir gamla kónu að færa sófa..... ég læt fleirri upplýsingar um gjafir fylgja með seinna og já e rað reyna að setja inn svona mundir þannig að allir geta fengið staðfestingu á bling blinginu sem var í gangi
i put a spell on you.......
sunnudagur, desember 12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
amm, var þetta ekki einhvern veginn þannig að ef maður er með stóran rass þá er maður ko-ko-ko-kona?
;)
Hæ stelpa innilega til hamingju með daginn, knús og kossar :*
sorry að ég komst ekki í partyíið ... money talks u know ......það er að koma jól og þá er allt brjálað að gera
Kveðja 'Olína
Halló sæta! Varð að láta sms duga en það er bara svona þegar maður er með lítið kríli, ekki hægt að fara allt sem mann langar. En með konuna...... ég er ekki orðin kona þó að ég sé þrítug með mann og barn. Mér finnst kona vera voða gamalt og leiðinlegt. Ég er stelpa fullorðin stelpa allavegana þangað til annað kemur í ljós. Og í lokin bara fyrir Örnu. Kveðja KJ aka: Kristjana Jónsdóttir
Skrifa ummæli